Einn dag í einu lyrics

by

Bubbi Morthens



Þau sátu saman í garðinum
Sunnangolan var þurr og hlý
Húmið kældi heita vanga
Á himni sáust blóðrauð ský
Hún leit á hann full af ást
Hversu oft, sagði hún
Hefurðu ekki þurft að þjást
Með þennan kross, skömmina upp í háls
En nú er þinn tími kominn
Þú ert frjáls

Einn dag í einu fyrir lífstíð
Einn dag í einu þetta stríð
Einn dag í einu
Einn dag í einu
Einn dag í einu
Vonin blíð

Þau gengu saman meðfram síkinu
Með söngva dagsins í eyrum sér
Og bæði mundu tímana tvenna
Trúðu á lífið eins og vera ber
Hún leit á hann full af ást
Hversu oft sagði hún
Hefurðu ekki þurft að þjást
Oní skítnum með skömmina upp í háls
En nú er þinn tími kominn
Þú ert frjáls
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net