Hulduþula lyrics

by

Bubbi Morthens



Bekkirnir voru málaðir morgunroða sólar
Þrestirnir flugu grein af grein
Grasið var ennþá milli svefns og vöku
Og þú í garðinum á gangi ein
Dagurinn söng sína söngva
Söngva um gleði og sorg
Húsin að vakna af værum svefni
Og vagnarnir komnir niður á torg

Þú vaktir mig og sagðir: Vorið kom í nótt
Á vindléttum fótum læddist hljótt
Þú hefur sofið nóg
Hvað ertu að hangsa
Sólin var ennþá í hári þínu gula
Bláminn í augum þínum Hulduþula
Fljótur vinur förum út að ganga

Göturnar fullar af fólki með glampa í auga
Austurstræti fékk erlendan hreim
Kaffihúsin full af hamingju og hlátri
Ekki ein hræða á leiðinni heim
Dagurinn söng sína söngva
Söngva um gleði og sorg
Reykjavík er einstök þegar sést til sólar
Þá er gaman að búa í borg
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net