Barnablús lyrics

by

Bubbi Morthens



Ég er lítill stór maður - mömmu gulli ljúfa
Ég er lítill stór maður - mömmu fagra dúfa
Ég velti stóru hlassi - heimsins minnsta þúfa
Hún vakir ein í myrkri særist ekki neitt
Hún vakir ein í myrkri særist ekki neitt
Með malbikaða tungu tinandi svo þreytt
Með malbikaða tungu tinandi svo þreytt
Ég er lítil stór gríma sem föl felur sig

Ég er engill án vængja - hvar er hreiðrið mitt
Hún syngur gamla sönginn - á morgun er ég hætt
Hún syngur gamla sönginn en hefur ekkert lært
Síðan fljúga hvítu loforðin oní glasið glært

Ég er lítill stór maður - mömmu ljósið ljúfa
Ég er lítill stór maður - læt engan friðinn rjúfa
Ég velti stóru hlassi - heimsins minnsta þúfa
Ég læt á engu bera - brosið er ætlað þeim
Ég læt á engu bera - blaðrið er ætlað þeim
Eitt er alveg á hreinu - ég bíð aldrei neinum heim
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net