Þú hefur valið lyrics

by

Bubbi Morthens



[Texti fyrir "Þú hefur valið"]

[Vísa 1]
Farður í ríkið fílaðu brennsann
Fíraðu á konunni með kjaftshöggi
Taktu hana taki, terror á krakkann
Út á tröppu ertu rólegur nágranni

[Vísa 2]
Ríkið ber ábyrgð á morðum og basli
Í peningaseðlum er réttlætið falið
Og segir við þig, þarna í tætingi og tjasli
Við elskum frelsið, þú hafðir valið

[Vísa 3]
En ríki og kirkja grenja í kór
Krossfestið djöfulsins hassistann
Af búsi og brennsa ert þú orðinn stór
Stoltur að breytast í glæpamann

[Vísa 4]
Þá ertu kominn á bömmer og blús
Liggur á flöskubotni
En við samfélagið verður þú dús
Ef ferð upp að Silungapolli
[Vísa 5]
Allt í fínum fíling, slakaðu á
Ef glæpina fremur þú fullur
Þú gengur þú gleiður í SÁÁ
Og grenjar þig alhvítan aftur
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net