Bönnum verkföll lyrics
by Bubbi Morthens
[Texti fyrir "Bönnum verkföll"]
[Vísa 1]
Ráðamenn á hæstu hæðum
Strjúka vambir léttar
Fagurkerar í pólitískum fræðum
Kóngar sinnar stéttar
Leitast við að sanna að
Þeirra lausn sé sú rétta
Komdu í klefann og merktu við
Þú sér þú kaust það rétta
[Viðlag]
Kjósið, kjósið mig
Kjósið, kjósið mig
Fasistar á toppinum gelta
[Vísa 2]
Það verður að taka af laununum
Það mun engin svelta
Segið okkur frá raununum
Á Íslandi þarf engin að betla
Láttu okkur ákveða, það þarf enginn að stela
Láttu okkur ákveða, það þarf enginn að stela
[Viðlag]
Kjósið, kjósið mig
Kjósið, kjósið mig
Fasistar á toppinum gelta
Komdu í klefann og merktu við
Þú sér þú kaust það rétta
Kjósið, kjósið mig
Kjósið, kjósið mig
Fasistar á toppinum gelta
[Vísa 3]
Bönnum verkföll með lögum
Með lögum skal land byggja
Með silfurskóflu við gröfum
Þó skal engan styggja
Sá sem fer í verkfall verður settur á lista
Sá sem fer í verkfall verður settur á lista
[Viðlag]
Kjósið, kjósið mig
Kjósið, kjósið mig
Fasistar á toppinum gelta
Gelta
Gelta
Gelta