Eins og gengur lyrics
by Bubbi Morthens
[Texti fyrir "Eins og gengur"]
[Vísa 1]
Stormurinn æddi um úfið haf
Einmitt það
Öskugrá hrönn sér velti af stað
Einmitt það
„Skipstjóri, aldan mann tók af!”
Einmitt það
[Vísa 2]
Dufl kæmist honum ennþá að
Einmitt það
„Ef hjálpi þér kapteinn, kemst hann af!”
Einmitt það
Stormurinn æddi um úfið haf
Einmitt það
[Vísa 3]
Enn velti hrönnin sér af stað
Einmitt það
„Nú er hann, skipstjóri að sökkva í kaf!”
Einmitt það