Laugardagsmorgunn lyrics
by Bubbi Morthens
Það er æla inni á baðinu
Brotinn stóll í stofunni
Blóðblettir á gólfinu
Og í rúminu hjá vofunni
Flöskur liggja á borðinu
Bærir á sér frík
Brotnir draumar í úthverfi
Að morgni í Reykjavík
Dregið fyrir gluggann
Grafarþögn inni
Geðveiki í loftinu
Dópað burt allt minni
Ormagryfja í höfðinu
Höndin upp á brík
Horfnir draumar í úthverfi
Að morgni í Reykjavík
Það var rifrildi um nóttina
Nakin blæddu orðin
Næstum því allur
Búinn pilluforðinn
Tómleg augu stara
Stirðnað liggur lík
Straumar haturs í úthverfi
Að morgni í Reykjavík
Æla inni á baðinu
Brotinn stóll í stofunni
Blóðblettir á gólfinu
Og í rúminu hjá vofunni
Flöskur liggja á borðinu
Bærir á sér frík
Brotnir draumar í úthverfi
Að morgni í Reykjavík