Vals fyrir Brynju lyrics
 by Bubbi Morthens
		
		
Hálfnakin trén tapað hafa áttum
Trúlega eiga þau bágt
Í vindinum skilja að skjólið verði lítið
Þegar skellur á norðanátt
Þegar Tjörnin frýs og frost bítur kinnar
Og fjöllin klæðast hvítum feld
Þá fá skautar sem héngu í kolsvartri kompu
Að kyssa ísinn í kveld
Ég bíð við Iðnó undir ljósunum gulu
Úti á svellinu fólkið sé
Í kvöld við skulum skauta út á ísinn
Og skera í hann B + B
Láttu vindinn blítt um vangana strjúka
En varlega skaltu renna þér
Það er vök við brúna, blásvört að líta
Það brosir enginn sem oní fer
Og endurnar horfa á heiminn kímnar
Hlæja dátt og vagga sér
Þeim er sama um ráðhús og rennandi búka
Þær rýna eftir brauðinu hér
Ég bíð við Iðnó undir ljósunum gulu
Úti á svellinu fólkið sé
Í kvöld við skulum skauta út á ísinn
Og skera í hann B + B