Fjólublátt flauel lyrics

by

Bubbi Morthens



Þú varst kaldur og kyrrðin þig þakti
Konulausan og tími þinn leið
Regnvotar götur og gljáandi stræti
Gátu aðeins aukið þína neyð

Þú sást á vappi vængjaða skugga
Voteyga með hvít augnhár
Og dvergvaxið frík með fölgræn augu
Og feitan trúð er seldi börnum tár

Já, blásvartir hrafnar í hjartanu búa
Þar hoppa þeir og krunka lágt
Því síst af öllu vildu þeir vekja
Vitund þína um miðja nátt

Og þú skynjar í skelfingu þinni
Skyndilega verður allt ljóst
Ósnortin liggur gáta þín grafin
Í götunni þar sem þú áður bjóst

Hvar áttu að leita, liggur ekki fyrir
Leyndarmálið er vel geymt
Gamli hrollurinn þig heltekur aftur
Í hverri íbúð þar er reimt

Fékkst þér í pípu og púaðir stórum
Pírðir augun, sljó og rauð
Heila þínum vafðir í fjólublátt flauel
Fannst tilveran vera grá og snauð
Já, borgin er full af draugum, drengur
Sem í dimmum skotum oft þar sjást
Þeir töpuðu æskunni og ellinni líka
Og eiga barasta skilið að þjást

Í myrkrinu augun þín æla ljósi
Ísaköld birtan var hrímgrá
Þínar eigin hugsanir halda þér föstum
Og höggva þig niður aftan frá
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net