Í kvöld er talað fátt lyrics

by

Bubbi Morthens



Við Hornafjörð er ósinn úfinn
Aldan rís þar hátt
Í löðri hvítu hangir bátur
Heldur ann sökkvi brátt
Kemst hann inn
Kallinn minn?
Hafið iðar öskugrátt

Á Vestfjörðunum sýður sjórinn
Svikult er hafið grátt
Margan bátinn brotið hefur
Bölvuð aldan í smátt
Sigla þeir enn
Sjóinn þessir menn
Er sukku í hafið blátt

Á Norðurlandi hafið hefur
Hryggbrotið marga mey
Þær trúa vildu að vættir góðir
Vernduðu mannsins fley
Þær vaka í nótt
Á viljans þrótt
Meðan vonin hverfur ei

Við Suðurlandið sigla ægi
Synir og feður um nátt
Bátinn lemja votir vindar
Vokir tunglið grátt
Komast þeir inn
Kallinn minn?
Í kvöld er talað fátt
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net