Ég bið að heilsa lyrics
by Bubbi Morthens
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum
Á sjónum allar bárur smáar rísa
Og flykkjast heim að fögru landi ísa
Að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum
Ó heilsið öllum heima rómi blíðum
Um hæð og sund í drottins ást og friði
Kyssið þið bárur bát á fiskimiði
Blásið þið vindar hlýtt á kinnum fríðum
Vorboðinn ljúfi fuglinn trúr sem fer
Með fjaðrablik og háa vegaleysu
Í sumardal að kveða kvæðin sín
Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
Engil með húfu og rauðan skúf í peysu
Þröstur minn góður það er stúlkan mín