Þófamjúk rándýr lyrics

by

Bubbi Morthens



Það eru æðandi úlfar, illir og svangir
Í myrkrinu á vappi hérna vestu í bæ
Það er þófamjúkt rándýr
Sem í rökkrinu að þér snýr
Og rífur úr þér lífið, ti ni na jung næ

Þau eru hljóð af hatri, hörðu og köldu
Og myrkrinu vaka hérna vestur í bæ
Fögrum minningum eyða
Með einu höggi deyða
Og enginn skilur hversvegna, ti næ ni jung jæ

Tímarnir breytast, en mannlegt eðli ekki
Allt er við það sama í genunum þar
Menn drekka sitt bús og berja hvurn annan
Eða boða; kærleikurinn sé hið eina rétta svar

Það eru mannskæðir úlfar, illir og svangir
Í myrkrinu á vappi hérna vestur í bæ
Og lömbin vilja hverfa
Þegar hungrið fer að sverfa
Í hópnum hjá vargnum, ti næ ni jung jæ

Þau eru hljóð af hatri, hörðu og köldu
Og í myrkrinu vaka hérna vestur í bæ
Fögrum minningum eyða
Með einu höggi deyða
Og enginn skilur hversvegna, ti ni na jung jæ
Tímarnir breytast en mannlegt eðli ekki
Allt er við það sama í genunum þar
Menn drekka sitt bús og berja hvurn annan
Eða boða; kærleikurinn sé hið eina rétta svar
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net