Korter yfir tólf lyrics
by Bubbi Morthens
Lifðu hátt, láttu smátt
Laus við þras í fullri sátt
Lærðu að hugsa en tala lágt
Lífið er alt sem þú átt
Draumarnir þeir vaka yfir þér í nótt
Vitund þín er opin, hér inni er kyrrt og rótt
Þótt augun nemi ljósið, sérðu ekki neitt
Þótt eyrun nemi hljóðið, þú getur engu breytt
Lifðu hátt, láttu smátt
Laus við þras í fullri sátt
Lærðu að hugsa en tala lágt
Lífið er alt sem þú átt
Myrkrið það drekkur þitt unga dökka blóð
Þeir dauðu lifa, um nætur leggja slóð
Í gegnum þinn huga í orku sína ná
Milli svefns og vöku er þá hægt að sjá