Myrkur, sjór og sandur lyrics

by

Bubbi Morthens



Sandurinn hvíti sefur
Sækir í kulið þrótt
Aldan skuggana skolar
Sem skríða á land í nótt

Í fjörunni flæðir kyrrðin
Friðsælt er rökkrið svala
Leggst og sveipast svörtu
Í sandinn mjúka, þvala

Vindurinn hafið vekur
Velur bylgjunni leið
Úr draumum og dökkum nóttum
Drekk ég fornan seið

Hafsins skuggar halda
Í húminu búi styrkur
Ef þjappa þétt sér saman
Þannig fæðist myrkur

Myrkur, sjór og sandur
Sitja einn með þér
Fá að hlusta á hafið
Og hjartað í sjálfum sér
Það er allt sem ég óska mér
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net