Ég minnist þíns lyrics

by

Bubbi Morthens



Þegar augu þín opnast sé ég
Ásýnd dauðans speglast þeim í
Ég sá rauðan himin rifna í tvennt
Og ryðgaðar hendur þungar sem blý

Ég sat við rúm þitt og þagði með þér
Þjakaður af myndum í huga mér
Þú sagðist trúa og trú þín var sterk
Ég trúði aldrei á kraftaverk

Ég sá brimhvítan sársaukann svæfa þig
Soga þig út á djúpin blá
Ég sá skugga skríða yfir andlit þitt
Skilja augun ljósinu frá

Menn segja minningar séu hjartans hilling
Handrit töpuð skrifuð upp á ný
Og árin renna með straumnum stríða
Stillur hugans sökkva svo í

Ég sat við rúm þitt og þagði með þér
Þrúgaður af myndum í huga mér
Þú sagðist trúa og trú þín var sterk
Ég trúði aldrei á kraftaverk

Þegar augu mín opnast sé ég
Ævi þína renna þeim hjá
Stundum finnst mér ég heyra hlátur
Og hjarta mitt fylltist af ljúfsárri þrá
Ég minnist þín –
Ég minnist þín
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net