Brunnurinn okkar lyrics

by

Bubbi Morthens



Frystihúsin leggja upp laupa
Lánin streyma að
Bátar kroppa kvótann
Og kasta á sama stað
SÍS það bindur bændurna
Sem borga skuldirnar
Það er dýrlegt að drottna
Og dæma af þeim jarðirnar

Fólkið inni á fjörðum þrjóskast
Fjöllin sín elskar það
Bændur berjast áfram
Bjóða kreppunni heim í hlað
Menn þræla fyrir lúsarlaun
Langan vinnudag
Handa þessu fólki flyt ég
Og fjörðunum þetta lag

Það er gott að búa í gullborg
En gleymum samt ekki því
Að þorpin byggðu brunninn þann
Sem borgin sækir í
Án bátanna væri baráttan
Um brauðið löngu dauð
Ef öngvir yrktu jörðina
Yrðu heimilin snauð
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net