Hótel Borg lyrics

by

Bubbi Morthens



Ég stóð í skugganum inni á bar
Fólkið var að koma inn
Í gyllta salinn með bros á vör
Með glampa í augum og rjóða kinn
Ég sótti þennan markað öll laugardagskvöld
Og það var stutt í bíl út á torg
Já ég veiddi vel og miðin voru góð
Í rökkrinu á Hótel Borg

Það er ekkert grín
Ef hún bíður ekki þín
Lukkan á Hótel Borg

Ég smeygði mér á milli skrokkanna
Og reyndi að þefa upp spor
Sem mundi leiða mig á slóð dömunnar
Sem hefði bæði kjark og þor
Jú það er betra að veiða í dimmunni
Og það er stutt í bíl út á torg
Já ég veiddi vel og miðin voru góð
Innan landhelgi á Hótel Borg

Það er ekkert grín
Ef hún bíður ekki þín
Lukkan á Hótel Borg
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net