Litli prinsinn lyrics

by

Bubbi Morthens



Þarna ertu í kyrrðinni
Með rykkornum og stjörnum
Brosir blýtt og sýnir mér
Bækur ætlaðar börnum

Þú sönglar lágt með sjálfri þér
Svo undurblítt út í tómið
Litli prinsinn er vinur minn
Þú sönglar út í tómið

Þarna ertu í kyrrðinni
Í salnum gula, víða
Bakvið augun er öruggt skjól
Og kannski vonin blíða

Ég söngla lágt með sjálfum mér
Orð þín út í tómið
Litli prinsinn er vinur minn
Ég söngla út í tómið

Þarna ertu í birtunni
Það er andlit á hverjum glugga
Þau virðast öll þekkja þig
En hafa enga skugga

Og ég kyssi þig og hvísla lágt
Inn til þín í tómið
Litli prinsinn er vinur þinn
Ég hvísla út í tómið
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net