Rökkurót lyrics
by Bubbi Morthens
Ég kom niður hlíðina
Týndur í straumi fjöldans
Niðri í dalnum sá ég ljósin
Og ég sá fólkið dansa
Ég veit ekki hvar ég er
Fólkið er að hlæja
Ég heyri grátinn gegnum kliðinn
Fólkið er að hlæja
Máninn er í vatninu
Ég verð að finna vað
Í myrkrinu bíða mín
Þeir sem völdu vitlaust vað
Og ég veit það er gott að hvílast
Og ég veit það er gott að hvílast
Bara ekki á þessum stað ...
Og ég veit það er gott að hvílast
Og ég veit það er gott að hvílast
Og ég veit það er gott að hvílast
En bara ekki á þessum stað ...
Fólkið í dalnum er að elta mig
Hvar á ég að beygja?
Ég heyri andardrátt sléttunnar
Mig langar ekki að deyja
Máninn er í vatninu
Ég verð að finna vað
Í myrkrinu þeir bíða mín
Þeir sem völdu vitlaust vað
Og ég veit það er gott að hvílast
Og ég veit það er gott að hvílast
En bara ekki á þessum stað ...