Þau glóa lyrics

by

Bubbi Morthens



Dagurinn í dag er ekki sá sami og í gær
Tveggja daga bömmer hver kjaftur fær
Frelsi eða helsi
Draumur í pelsi

Sérðu hvernig straumurinn ber þau burt
Eitt er á hreinu ekki á þurrt
Sérðu hvernig andlitin breytast meir og meir
Þau GLÓA

Frelsið í dag er ekki það sama og í gær
Draumarnir sýna þér að leiðin er fær
Frelsi eða helsi
Tungan er í pelsi

Sérðu hvert reykurinn ber þau burt
Gamla fólkið getur ekki látið það kjurt
Sérðu hvernig börnin bera saltið í mold
Þau GLÓA

Sérðu hvernig straumurinn ber þau burt
Eitt er á hreinu ekki á þurrt
Sjáðu hvernig andlitin breytast meir og meir
Þau GLÓA
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net