Lóa litla á Brú lyrics
by Bubbi Morthens
Lóa litla á brú, hún var laglegt fljóð
Svo ung og glöð og æskurjóð
Vildi fá sér vænan mann
Og vera alltaf svo blíð og góð við hann
Og eitt sumarkvöld ók þar sveinn í hlað
Á litlum bíl og Lóu bað
Aka með sér upp í sveit
Þá varð hún feiminn, rjóð og undirleit
Og síðan saga þeirra varð
Sögum margra lík
Þau áttu börn á buru og þau búa í Reykjavík
Hann vinnur eins og hestur
Og hún hefur sjaldan frí
Því Lóa þarf að fá sér fötin ný
Lóa litla á brú, hún er lagleg enn
Og hýr á brá og heillar menn
Ergir oft sinn eiginmann
Því hún er alltaf svo blíð við aðra en hann