Fagrar heyrði ég raddirnar lyrics

by

Bubbi Morthens



Fagrar heyrði ég raddirnar
Og undarlegan hreim
Ég get ekki sofið
Fyrir söngvunum þeim

Í húsinu uppi á hæðinni þar býr ein
Á haustin sést hún utan dyra á gangi alein
Tungurnar í þorpinu þvaðra kvöldin löng
Um húsið uppi á hæðinni og undarlegan söng
Sumir tala um bölvun sem bitur kona kvað
Aldrei skyldi hamingjan þrífast á þessum stað
Unga fólkið á fjörðunum þekkir óttans ský
Í blóma lífsins margir enda snörunni í

Fagrar heyrði ég raddirnar
Sem kölluðu mig heim
Ég get ekki sofið
Fyrir söngvunum þeim

Í húsinu uppi á hæðinni þar bjó ein
Á haustin sást hún döpur sitja á mosavöxnum stein
Stundum líða árin, hennar enginn verður var
Og vonin um hamingjuna lifnar aftur þar
Sumir tala um heitrof og henni eignað það
Að hamingjan festir aldrei rót hér á þessum stað
Söguna virðist enginn þekkja, aðeins orð og orð
Allt er á huldu þó að sumir hvísli morð
Fagrar heyrði ég raddirnar
Sem kalla á mig heim
Ég get ekki sofið
Fyrir söngvunum þeim

Fagrar heyrði ég raddirnar
Sem kölluðu mig heim
Ég get ekki sofið
Fyrir söngvunum þeim
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net