Sorgarlag lyrics

by

Bubbi Morthens



[Texti fyrir "Sorgarlag"]

[Vísa 1]
Sorgarlag, þú þarft ekki að óttast
Þú ert engin synd
Ljúfur gítar í draumi þér mun birtast
Mála sína fegurstu mynd

[Vísa 2]
Borgarbarn, þú þarft ekki að gráta
Við elskum þig eins og þú ert
Þó þú hafir ekki af neinu að státa
Vitir ekki hver þú ert

[Vísa 3]
Unga rós, þú þarft ekki að titra
Þó vetur hrímgi þitt barð
Þig við skulum annast, halda á þér hita
Búa þér fegursta garð

[Vísa 4]
Stúlka mín, þú þarft ekki að hata
Þó líkaminn sé orðinn þræll
Nýja veröld við saman skulum skapa
Svo lifað getir þú sæll
[Vísa 5]
Bróðir sæll þú þarft ekki að hata
Þó líkaminn sé orðinn þræll
Nýja veröld við saman skulum skapa
Svo lifað getir þú sæll
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net