Hvað er klukkan? lyrics

by

Bubbi Morthens



[Texti fyrir "Hvað er klukkan?"]

[Viðlag]
Þú paufaðist um götur í allri þinni smæð
Klæddur kuldaúlpu, tæpur meter á hæð
Með sultardropa í nefi gjóaðir þú glyrnum
Á fótleggi á Jóhönnum, Sigríðum og Birnum
Þú varst siðspillingin holdtekin í augum ungra meyja
Að vera snert af Leibba dóna, nei, þá væri betra að deyja
Leibbi dóni

[Eftir-Viðlag]
Oft hékkstu niðri á tjörn álútur og hokinn
Hímdir bak við Iðnó, síðan varstu rokinn
Uppi í hallargarði að huga að hverju, guð má vita
En kannski varstu bara að reyna að halda á þér hita
Kalt vatn milli skinns og hörunds hverri telpu rann
Sem á göngu sinni um garðinn rakst´a þennan mann
Leibbi dóni

[Viðlag]
Þú paufaðist um götur í allri þinni smæð
Klæddur kuldaúlpu, tæpur meter á hæð
Með sultardropa í nefi gjóaðir þú glyrnum
Á fótleggi á Jóhönnum, Sigríðum og Birnum
Þú varst siðspillingin holdtekin í augum ungra meyja
Að vera snert af Leibba dóna, nei, þá væri betra að deyja
Leibbi dóni
[Eftir-Viðlag]
Oft hékkstu niðri á tjörn álútur og hokinn
Hímdir bak við Iðnó, síðan varstu rokinn
Uppi í hallargarði að huga að hverju, guð má vita
En kannski varstu bara að reyna að halda á þér hita
Kalt vatn milli skinns og hörunds hverri telpu rann
Sem á göngu sinni um garðinn rakst´a þennan mann
Leibbi dóni
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net