Grettir og Glámur lyrics
by Bubbi Morthens
[Texti fyrir "Grettir og Glámur"]
[Vísa 1]
Glámur minnti á mann sem kom út jötu
Mestur varð hann eftir að hann dó
Hann lagði stein í Grettis götu
Grimmastur var augasteinninn þó
Í Drangey liggur líkaminn af Gretti
Uns líður þungur pillusvefn af brá
Flykkið vantar allt á einu bretti
Er að fara að teygja úr sér en þá
[Hljóðfærahlé]
[Vísa 2]
Lyftir Glámur gleraugum af nefi
Grettir verður undireins við það
Svo hræddur að hann heldur varla slefi
Og hefur varla talfærin úr stað
En stynur loks er glyrnurnar í Glámi
Gefa honum ofurlítið frí
Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig
Ef þú meinar ekki neitt með því