Færeyjablús lyrics

by

Bubbi Morthens



[Texti fyrir "Færeyjablús"]

[Viðlag]
Hornafjörður, Vestmannaeyjar, Eskifjörður, Bolungarvík
Norðfjörður, Færeyjar, alltaf enda ég í Reykjavík

[Vísa 1]
Þræla í fiski, púla á sjónum
Draga línu, kútta fisk
Sofa í lúkar eða í verbúð
Éta af drullugum disk

[Vísa 2]
Sárir gómar, flegnar hendur
Vöðvar gráta, vilja ekki meira‘
En áfram er þrælað, áfram er púlað
Hugsað um hetjur Hemmingway
Þegar tími gefst til aflögu
Er drukkið, reykt hass
Það er slegist, það er riðið
Austur á Fjörðum eða norður í rass

[Vísa 3]
Þegar í bæinn ég mæti aftur
Svíf inn í kúltúrinn
Menningarvita sitja á Mokka
Spjallandi um heimsmálin
[Viðlag]
Hornafjörður, Vestmannaeyjar, Eskifjörður, Bolungarvík
Norðfjörður, Færeyjar, alltaf enda ég í Reykjavík
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net