Þorskacharleston lyrics

by

Bubbi Morthens



[Texti fyrir "Þorskacharleston"]

[Vísa 1]
Frystihúsið eins og gapandi tóft
Blasir við mér allan daginn
Í vélarsalnum vofur ganga um gólf
Tínandi upp hræin
Klukkan tólf að kveldi leggst ég til svefns
Dreymi um að komast í bæinn
Þeir koma og ræsa mig klukkan sjö
Stimpilklukkan býður góðan daginn

[Vísa 2]
Inni‘ í tækjasal bólugrafnir unglingar
Skipa út þúsund af kössum
Meðan verkstjórinn gengur um gólf
Líkt og könguló með flugur í pössun
Inni‘ í sal tugir jómfrúa með hvítar svuntur
Mala gull fyrir herrann og hans lið
En úti í horni í glerkassa undirtyllan situr
Horfir yfir salinn með guðdómlegum svip
Niðri´ í móttöku öldungurinn stígur
Sinn feigðarvals með þorskinn við hönd
Kreppt lúkan um stinginn blífur
Kastar fisknum uppá færibönd
Karfi, ufsi, þorskur, ýsa
Kanna nú ókunnug lönd
Á matarborði í Flórída
Gælir við þá demantskreytt hönd
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net