Maðurinn í speglinum lyrics

by

Bubbi Morthens



[Texti fyrir "Maðurinn í speglinum"]

[Vísa 1]
Augun voru gljáandi
Byssan vitnaði um trú
Maðurinn í speglinum
Gat alveg eins verið þú
Það er til saga
Sem lifir enn í dag
Hann hefði aðeins átt eina plötu
Og hefði aðeins kunnað eitt lag

[Viðlag]
Við vorum börn sem lékum hermenn
Fram á kvöld í ljúfum leik
Hann var hetjan í okkar draumum
Hetjan sem engan sveik

[Vísa 2]
Liggjandi á bakinu
Úr loftinu drýpur blóð
Fingurnir eins og rándýrsklær
Í eyrunum undarleg hljóð
Hann þekkir aðeins eina sögu
Sem fjallar um byssur og stál
Ef þú sæir í myrkrinu drauma hans
Sæirðu vítisbál
[Viðlag]
Við vorum börn sem lékum hermenn
Fram á kvöld í ljúfum leik
Hann var hetjan í okkar draumum
Hetjan sem engan sveik

[Vísa 3]
Hann opnaði rólegur gluggann
Byrjaði á tölunni einn
Þetta minnt‘ann á gamla daga
Fyrir neðan slapp еkki neinn
Augun voru gljáandi
Byssan vitnaði um trú
Maðurinn í speglinum
Getur vеrið að hann sé þú?

[Viðlag]
Við vorum börn sem lékum hermenn
Fram á kvöld í ljúfum leik
Hann var hetjan í okkar draumum
Hetjan sem engan sveik
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net