Stikkfrí lyrics
by Bubbi Morthens
[Texti fyrir "Stikkfrí"]
[Vísa 1]
Veistu hvað það er
Sem lamar hugann þinn?
Fugl sem flýgur á gler
Brýtur vænginn sinn
Eins og rottur, bak við þil
Við hættum að þrífast, vera til
[Viðlag]
Ég hef séð það
Ég hef heyrt það
Ég hef fundið það
En ekki skilið það
Allir vilja vera stikkfrí
[Vísa 2]
Veistu hvað það er
Sem eitrar hugann þinn?
Viltu hafa her
Sem passar soninn þinn?
Með því að segja: Ég veit ekki
Býðurðu hættunni heim til þín
Þú þarft ekki að vera í flokksverki
Til að hafa skoðun vina mín
[Viðlag]
Ég hef séð það
Ég hef heyrt það
Ég hef fundið það
En ekki skilið það
Allir vilja vera stikkfrí
[Vísa 3]
Það gengur ekki lengur
Veit ekkert um pólitík
Þín skoðun er allra fengur
Fyrir þig og Reykjavík
Og ég hef séð það
Ég hef heyrt það
Allir vilja vera stikkfrí