Land til sölu lyrics

by

Bubbi Morthens



[Texti fyrir "Land til sölu"]

[Vísa 1]
Í skugga múrsins birtast mér syndir
Sögunni breytt svo ekkert þú fyndir
Um menn sem höfðu ekki kjark né krafta
Þar sem rauðir fánar í vindinum blakta

[Viðlag]
Ó, landið mitt þeir byggja á þér herstöð
Þjóðin hún brosir því þjóðin er glöð
Ráðherrar okkar á viljanum slökktu
Því fánar frelsisins yfir landinu blöktu

[Vísa 2]
Okkur er sagt, frelsið felist í vopnum
Við samþykkjum lygina með augunum opnum
Nýjar stöðvar, nýja skatta
Því rauðir fánar yfir hafinu blakta

[Viðlag]
Ó, landið mitt þeir byggja á þér herstöð
Þjóðin hún brosir því þjóðin er glöð
Ráðherrar okkar á viljanum slökktu
Því fánar frelsisins yfir landinu blöktu
[Vísa 3]
Óttinn lifir í hverri smugu
Í hjörtum þeirra sem stóðu og lugu
Á samningunum sem orðin þöktu
Því rauðir fána yfir Íslandi blöktu

[Viðlag]
Ó, landið mitt þeir byggja á þér herstöð
Þjóðin hún brosir því þjóðin er glöð
Ráðherrar okkar á viljanum slökktu
Því fánar frelsisins yfir landinu blöktu
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net