Öldueðli lyrics

by

Bubbi Morthens



Dunandi, brunandi brimaldan grá
Berjandi, merjandi af hamslausri þrá
Skolar hún skipi að landi

Æsandi, hvæsandi hendir sér á
Hlæjandi, æjandi veltur svo frá
Skipi sem skelfur í sandi

Hóflega, rólega hjalar við stein
Blíðlega, þýðlega þekur hún bein
Þarafaðmi köldum

Kraumar, straumar kafinu í
Brjótast, skjótast með skellum og gný
Í algleymi lyfta öldum

Þreifandi, hreyfandi svartur sjár
Svæfandi, hræðandi hyggjuflár
Enginn skap hans skilur

Sefandi, gefandi, grimmur, hrár
Seiðandi, veiðandi, fagurblár
Eðli sitt öllum hylur
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net