20ogeitthvað lyrics

by

Úlfur Úlfur


[Verse 1: Arnar Freyr]
Ég er tuttugu-og-eitthvað, ég hætti að telja árin þegar ég varð tuttugu-og-eitthvað, ég hætti að treysta á heppni þegar ég varð tuttugu-og-eitthvað, ég lærði að læra af reynslu þegar ég varð tuttugu-og-eitthvað, ég fór að hlusta í stað þess að raula með putta í eyra, ég sagði sjálfboðavinnu upp og fór að rukka meira, ég hóf að skrifa niður allt sem þarf að muna gleyma, þó stundum langi mig lang mest að standa upp og beila, dansa, drekka,sukka og reykja, ég sé bleik ský, ég sé svartan reyk, ég á eitt líf fokkit ég þarf varla meir, fokk að standa í skugganum, fokk að hafa fokking hljóð, fokk að vera ruglaður en status quo er ekki nóg, anarkisti með demant og gull á heilanum, dreymir um hreyfingu, rúllar um með heiðingjum, ónytjungar mæta ekki í vinnu en lifa á listinni, sjúgðu á mér tittlinginn, lifi fokking byltingin

[Hook: Helgi Sæmundur]
Textinn kemur messed up, augun eru rauð og munnurinn þurr, ég verð að takast á loft, takast á loft og komast á brott, komast á brott, ég sný baki í þig og geng burt því eg drukkna í þér ef ég kemst ekki á þurrt, ég verð að takast á loft, takast á loft og komast á brott, komast á brott

[Verse 2: Arnar Freyr]
Ég er tuttugu-og-sex, p*ssa bak við hurð þótt ég sé tuttugu-og-sex, veit að ég veit ekkert ég er tuttugu-og-sex, ennþá nokkuð nettur ég er tuttugu-og-sex, unglingur með skegg skegg, æskuvinir bless bless, sofan seint en vakna fyrir sólarupprás fresh fresh, ég þarf bíl helst bens, eitthvað hlýtt helst pels, ábyrgðin er óbærileg en allt þetta stress venst, friðarmerki á annarri hendinni, langatöngin á hinni og þegar yfir mér dimmir þá ráfa ég eftir minni, ég rita sögur á skinnið og kyssi við fyrstu kynni og daginn sem ég dey verður partý í kistunni minni, ég veit að lífið er hverfult og útopían er tálsýn, ég veit að manneskjur eru sjálfhverf og snyrtileg rándýr, en mér er sama um reglur og sama um viðmiðin, sjúgðu á mér tittlinginn lifi fokking byltingin

[Hook: Helgi Sæmundur]
Textinn kemur messed up, augun eru rauð og munnurinn þurr, ég verð að takast á loft, takast á loft og komast á brott, komast á brott, ég sný baki í þig og geng burt því ég drukkna í þér ef ég kemst ekki á þurrt, ég verð að takast á loft, takast á loft og komast á brott, komast á brott
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z #
Copyright © 2012 - 2021 BeeLyrics.Net